03 mars, 2016

Jákvætt eða neikvætt - kannski bara kvætt.

Þetta tengist línuritunum sem finna má neðar, en hefur
enga skírskotun til einhverrar skoðunar höfundar.
Ég fann þessi merki á netinu og tek enga
afstöðu til litanna
Börn eru alltaf að fæðast eins og hver einn veit. Algengast er að kyn þeirra við fæðingu sé annað hvort kvenkyn eða karlkyn. Það mæta litlar stúlkur og litlir piltar á svæðið, foreldrum sínum til mikillar gleði, í það minnsta ef það sem á undan fór fæðingunni var í samræmi við það sem almennt er talið rétt og eðlilegt.
Ástríkir foreldrarnir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að sá jarðvegur sem barnið þroskast síðan upp úr verði sem allra næringarríkastur og að ávestir ástar þeirra njóti besta mögulega atlætis.  Sumir birta meira að segja myndir af litlu krúsidúllunni á samfélagsmiðlum, væntanlega til að leyfa öðrum að njóta þessarar dásemdar með sér eða kannski til að fá eilítið hrós fyrir vel smíðaðan grip. Fljótlega fer hinsvegar ýmislegt að koma í ljós, jafnvel eitthvað sem öðruvísi en foreldrarnir bjuggust við; lífið sjálft eins og það birtist í hversdagsleik sínum, allar flækjur þess og hömlurnar sem unginn setur á ástfangna/ástríka foreldrana. Þeir þurfa að fara að neita sér um það sem sjálfsagt þótti áður og reynist það mis auðvelt. Þeir komast að því að barn er ekki bara krúsídúlla heldur einnig beisli, eða haft.

Svo er það þetta með kynið.
Hvað á nú að gera í því?
Má klæða unga stúlkubarnið í bleikan kjól, eða piltbarnið í bláar buxur?
Hvert á hlutverk móðurinnar að vera eða hlutverk föðurins?
Hvað á að ganga langt í því að láta stúlkuna leika sér með bíla eða piltana með brúður?
Stærsta spurningin er kannski: Hver er hinn raunverulegi munur á piltum og stúlkum?

Svo tekur samfélagið við, því foreldrarnir þurfa að afla tekna til heimilisins.
Fyrst er það leikskólinn. Þar mætir barninu móðurleg veröld.


Hefur leikskólagangan einhver varanleg, mismunandi áhrif á kynin? Hvar byrja þau að leita sér fyrirmynda? 
Allt í lagi með það. 
Við tekur grunnskólinn þar sem móðirin er enn allsráðandi. Móðirin verður alltaf kona, hvað sem við reynum að gera til að breyta því.
Í grunnskólanum má reikna með að kynin fari að pæla í hlutverkum hvors um sig. Það eru strákar og það eru stelpur. "Til hvers er það nú?", spyrja blessuð börnin og leita svara. 
Stelpurnar sjá fyrirmyndar konur allan daginn. Strákarnir sjá fyrirmyndarkonur allan daginn, sem segja þeim að vera stilltir eins og stelpurnar, kannski af því þær eru konur. Konur eru konur, en ekki karlar, nefnilega.  Strákarnir vita oftast af pabbanum, þeir sjá hann yfirleitt á kvöldin og um helgar, ef þeir eru heppnir  með pabba. Eiga jafnvel pabba sem er ekkert svo mikið í tölvunni þegar hann kemur heim úr vinnunni.  Strákarnir fara að velta fyrir sér hvað það er að vera karlmaður; átta sig á því að þeir muni verða svoleiðis. Hvar geta þeir fundið sýnishorn af þannig fyrirbæri. Jú, vissulega heima, á kvöldin og um helgar, ef þeir eru heppnir. Hvar annars?  Jú, í sjónvarpinu þar sem hetjurnar ríða um héruð og drepa mann og annan, kannski. Og í tölvunni þar sem er nú aldeilis úrval af ímyndum hinnar sönnu karlmennsku, ekki síst eftir að hvolpavitið er farið að beina  huganum inn á ýmsar framandi slóðir.

Eftir grunnskólann tekur við framhaldsskólinn. Þá ber aðeins nýrra við:


Það var ekki fyrr en skólaárið 2005-6 sem konur urðu fjölmennari en karlar við kennslu í framhaldsskólum. 
Maður skyldi ætla að þarna fái allir nauðsynlegar fyrirmyndir. Fyrirmyndar kvenkennara og fyrirmyndar karlkennara.  Ekki verður hér og nú, í þessum pistli á hálu svelli, gerð tilraun til að draga miklar ályktanir. Kannski má halda því fram að þegar komið sé á framhaldsskólastig sé of seint að kynna fyrir piltunum venjulega karlmenn, sem ekki eru hasarmyndahetjur, íþróttahetjur eða jafnvel klámstjörnur með þann búnað sem þær hafa.  Það kann meira að segja að vera svo, að grámóskulegir karlkennararnir í framhaldsskólunum, með einhverjar undarlegar hugmyndir um samskipti standist hreinlega ekki mál þegar leitað er að fyrirmynd í lífinu. Þær geta ekki verið svona! Þarna er mögulegt að vonbrigði piltanna verði mikil og þeir ákveði að þrátt fyrir fyrirmyndar kvenkennarana sé ekki líft innan veggja framhaldsskólans. Skýrir það mögulega að einhverju leyti umtalsvert meira brotthvarf pilta úr framhaldsskólum en stúlkna?

Hvað gerist síðan í sambandi við framhaldið, eftir að framhaldsskóla er lokið? Þá gerist þetta:


 Er mögulegt á finna í þessu samsvörun við eitthvert meint kvenlegt uppeldi og skort á eðlilegum fyrirmyndum pilta?

Ég leyfði mér einhverju sinni að nefna það sem möguleika, en slíkar hugmyndir voru slegnar fast út af borðinu með: Allar rannsóknir hafa sýnt að það breytir engu. Mig langar dálítið að sjá þær rannsóknir. Rannsóknir eru af ýmsum toga.

Ég kann að fjalla meira um þessi mál síðar. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...