08 desember, 2011

的中國池軸

Í Sunnlenska fréttablaðinu í dag er fjallað um mögulega sölu á Laugarásjörðinni. Margt gæti ég nú sagt um það og mun kannski gera síðar, en fyrst þetta:

Í greininni er vitnað í ýmsa, m.a. Ólaf Björnsson:

Að sögn hans eru sölumöguleikar jarða af þessari stærð ágætir og að íslenskir jafnt sem erlendir aðilar hafi mikinn huga á jörðum af þessari stærð. (ég samdi þetta reyndar ekki)

林地未來


Fyrirsögnin þýðir: Hið kínverska Laugarás - á einhverri útgáfu af því máli, segir Google mér  :)

2 ummæli:

  1. Hótel sé við himin bera
    hugsa: "hvar skal það nú vera?"
    Létt var rætt um Laugarás,
    líst að þar sé haft á bás.
    *****************************

    Kvistholtshlaðið kínverskt nú,
    hvar er sá er reisti bú
    sér og börnum sínum þar?
    Sjá!-hann fékk nýtt líf, - en hvar?

    Gætir húss með geðþekkt fas,
    gerir hreint og slær þar gras,
    fetar um og fægir húna
    finnst þó lífið tómlegt núna.

    "Hvar er allt sem áður var?
    Ei mér gagnast peningar,
    fyrst mitt Kvistholt kært en lúið
    komið er und mold - og búið" :(


    Hirðkveðill hugleiðir mögulega líðan fólks eftir landsölu.

    SvaraEyða
  2. Heldur gott var þetta fH. Þakkir :)

    SvaraEyða

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...